Hringvegurinn - List, náttúra og menning

Á þessu námskeiði förum við hringinn í kringum landið með hjálp tölvu og tækni. Við skoðum listaverk sem tengjast hverjum landshluta og skoðum kennileiti, náttúru og menningu á hverjum stað með myndum og myndböndum.

Kennt er einu sinni í viku, 1-2 kennslustundir í senn.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjarnámskeið
Verð: 8.800 - 11.800
Tími: 8 vikur
Margrét Norðdahl