Jólaundirbúningur - leikur að skynhrifum

Unnið er með greni, negul, köngla, mandarínur/appelsínur, glitrandi efni eins og borða og málmpappír, jólaliti í kreppappír eða öðrum efnum sem henta hópnum. 

Hægt verður að velja á milli tveggja námskeiðstíma:

Fyrir hádegi og eftir hádegi, klukkutíma í senn.

Námskeiðin verða haldin á tímabilinu 8. - 17. desember.

Nánari tíma- og dagsetning kemur síðar. 

Reynt verður eftir fremsta megni að koma til móts við þarfir þátttakenda með tímasetningu námskeiðs. 

Staður: Fjölmennt
Verð: 2.500
Tími: 1 skipti
Anna Filippía Sigurðardóttir
Ásdís Guðmundsdóttir
Hrefna S. Sigurnýasdóttir