Ketó-matreiðsla

Þetta er námskeið fyrir alla sem vilja breyta til í mataræðinu og huga að hollustu með því að sleppa öllum sykri og hveiti. Við ætlum að elda bökur, brauð, brauðbollur, nammi og kökur.

Þátttakendur kynnast ketó-mataræði, kynnast algengu hráefni sem er notað í þessu mataræði, eldhúsáhöldum og taka þátt í sameiginlegu borðhaldi.

Unnið er eftir myndrænum eða skrifuðum uppskriftum og munnlegum fyrirmælum.

Stefnt er að því að þátttakendur :

  • Taki þátt í matargerð, borðhaldi og frágangi eftir máltíð.
  • Njóti borðhaldsins.
  • Upplifi ánægjuleg samskipti og njóti stundarinnar.

Námskeiðið er einu sinni í viku, 1-3 kennslustundir í senn.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 12.200 - 19.600
Tími: 7 vikur
Mona Guttormsen
Þorvaldur Heiðar Guðmundsson
Eydís Hulda Jóhannesdóttir