Manstu gamla daga?

Námskeiðið er fyrir fólk 40 ára og eldra sem hefur áhuga á að segja sögu sína og kynnast sögu og áhugamálum annarra. Lesið verður brot úr bernskuminningum, ævisögum, þjóðsögum, ævintýrum og söngtextum. Ýmsir þættir úr menningu rifjaðir upp í myndum, tali og tónum.

Markmiðið er að deila sögu sinni, áhugamálum og reynslu og hafa það gaman saman.


Kennt er einu sinni í viku, 1,5 - 2 kennslustundir í senn.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 11.800-12.400
Tími: 8 vikur
Ásdís Guðmundsdóttir