Matreiðsla í fjarkennslu

Á þessu námskeiði eldar þú heima hjá þér með aðstoð kennara í gegnum netið.  Þú færð senda uppskrift fyrir hvern tíma til að geta verslað inn það hráefni sem til þarf. Kennslustundin fer fram með sýnikennslu kennara og þú fylgir eftir.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur læri að elda nýja rétti heima hjá sér.

Uppsetning tímans:

  • Farið yfir uppskrift
  • Farið yfir hráefnið sem á að nota
  • Farið yfir áhöldin sem þarf að nota
  • Matur eldaður
  • Gengið frá eftir eldamennskuna

Til að geta sótt þetta námskeið þarf að hafa annað hvort snjalltæki (sími eða spjaldtölva) eða tölva með myndavél.

Námskeiðið er einu sinni í viku, 2-3 kennslustundir í senn.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

 

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjarnámskeið
Verð: 11.800 - 14.800
Tími: 8 vikur
Þorvaldur Heiðar Guðmundsson