Piparkökur - leikur að skynhrifum

Bakaðar piparkökur, þannig að öll hráefni eru kynnt með snertingu, lykt og bragði. Hvernig þau blandast saman og verða að deigi og loks að kökum. Í seinni tímanum verða kökurnar málaðar og skreyttar.

Þetta námskeið er sérstaklega sniðið að fólki með flóknar samsettar fatlanir.

Hægt verður að velja á milli tveggja námskeiðstíma:

Fyrir hádegi og eftir hádegi, 2 kennslustundir í senn.

Námskeiðin verða haldin á tímabilinu 9. - 17. desember.

Nánari tíma- og dagsetning kemur síðar. 

Reynt verður eftir fremsta megni að koma til móts við þarfir þátttakanda með tímasetningu námskeiðs.

Staður: Fjölmennt
Verð: 2.200 - 4.400
Tími: 1 - 2 skipti
Anna Filippía Sigurðardóttir