Rafræn jólakort

Langar þig að senda jólakveðjur á facebook? Á þessu námskeiði lærir þú að senda jólakveðju rafrænt. Hægt verður að búa til myndband eða ljósmynd með "green screen". Ef þátttakendur eiga Ipad er gott að koma með hann.

Hægt verður að velja á milli tveggja námskeiðstíma: 

Fyrir hádegi eða eftir hádegi, 2 kennslustundir í senn.

Námskeiðin verða haldin á tímabilinu 8. - 17. desember.

Nánari tíma- og dagsetning kemur síðar. 

Reynt verður eftir fremsta megni að koma til móts við þarfir þátttakanda með tímasetningu námskeiðs.

Staður: Fjölmennt
Verð: 1.500
Tími: 1 skipti
Þorvaldur Heiðar Guðmundsson
Margrét Norðdahl
Eydís Hulda Jóhannesdóttir
Matthías Már