Saman með spjaldtölvuna í sumar

Á námskeiðinu mæta þátttakendur með eigin snjalltæki og læra á ýmis forrit sem gætu nýst vel í sumar. 

Hægt verður að velja um 3 mismunandi verkefni:

  • Samfélagsmiðlar - þátttakendur fá fræðslu um að búa til myndefni á Instagram og hvernig hægt er að deila myndum og öðru efni á Facebook eða aðra samfélagsmiðla
  • Spotify - þátttakendur fá fræðslu í því hvernig búa megi til sumarlegan lagalista sem hægt er að hlusta á í snjalltækinu sínu í sumar.
  • Adobe Spark Video - þátttakendur læra að búa til skemmtileg myndbönd með myndum úr spjaldtölvunni sinni.

Námskeiðið er í 1 - 2 skipti, 1-2 kennslustundir í senn.

Námskeiðstímabil: 18. maí - 30. maí. Nánari tíma- og dagsetning kemur síðar.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Staður: Fjölmennt
Verð: 1.500
Tími: 1 - 2 skipti
Steinunn Guðný Ágústsdóttir