Upplifun og vellíðan

Hér er leitað leiða fyrir hvern og einn að ná slökun og vellíðan í samspili við kennara og samnemendur.

Þátttakendur eru í rólegum þægilegum aðstæðum, fara t.d. úr hjólastólum. Hljóðheimur, lýsing og andrúmsloft skapar tækifæri til slökunar og vellíðanar. Slakandi tónlist og dempuð ljós. Í þessum aðstæðum er þátttakendum boðið upp á þétt samspil við kennara með hreyfingu og snertingu eftir því sem hverjum hentar t.d. léttu nuddi á fætur, hendur, andlit, höfuð, herðar eða að teygja sig eftir áhugaverðu áreiti.
Markmiðið er að styrkja jákvæð boðskipti og félagslegt samspil um leið og þátttakandinn upplifir vellíðan og slökun.

Kennt er einu sinni í viku, 1-2 kennslustundir í senn.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 8.800-23.700
Tími: 8-16 vikur
Ásdís Guðmundsdóttir