Útilistaverk í Reykjavík

Í Reykjavík er mikið af útilistaverkum. Á þessu námskeiði förum við með kaffi eða kakó á brúsa og skoðum útilistaverk í borginni, val er um fjóra möguleika.

  • Ásmundasafn í Sigtúni er helgað verkum myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar. Í garðinum eru stórar afsteypur af verkum hans.
  • Við Listasafn Einars Jónssonar á Skólavörðuholti er fallegur styttugarður með höggmyndum eftir Einar.
  • Við Sæbrautina frá Hörpu að Lauganesi eru mörg útilistaverk eins og Sólfarið eftir Jón Gunnar Árnason, Fjöruverk Sigurðar Guðmundssonar og Íslandsvarðan eftir Jóhann Eyfells. Á leiðinni er líka nýr viti þar sem gott er að tylla sér.
  • Höggmyndagarðurinn Perlufestin er til minningar um upphafskonur íslenskrar höggmyndalistar. Hann er staðsettur í suðvestuhorni Hljómskálagarðsins.

Nánari tímasetning ákveðin síðar.

Vegna smitvarna er óskað eftir því að aðstoðarmaður komi með þeim sem þurfa mikla aðstoð.

Umsóknarfrestur er til 26. apríl.

Staður: Auglýst síðar
Verð: 1.000
Tími: 1 skipti
Margrét Norðdahl