Valdefling - Sjálfsstyrking

Stuðst verður við skilgreiningu Judi Chamberlin á valdeflingu en hún er bandarísk baráttukona og kennari.

Samkvæmt kenningum Judi Chamberlin felur valdefling í sér m.a. eftirfarandi:
1.      Að hafa vald til að taka ákvarðanir.
2.      Að hafa aðgang að upplýsingum og úrræðum.
3.      Að hafa næga valkosti - ekki bara já/nei, annað hvort/eða.
4.      Að efla ákveðni.
5.      Að finnast eigið framlag hafa áhrif til breytinga - að vera vongóður.
6.      Að læra að hugsa á gagnrýninn hátt, að komast upp úr gömlum
         hjólförum og sjá hlutina í nýju ljósi.
7.      Að læra um reiði og láta hana í ljósi.
8.      Að finnast maður ekki vera einn, að vera hluti af hóp.
9.      Að skilja að fólk á sér réttindi.
10.    Að hrinda af stað breytingum í eigin lífi og í samfélagi sínu.
11.    Að læra það sem hver og einn telur mikilvægt.
12.    Að breyta áliti annarra á eigin getu til aðgerða.
13.    Að opna leið fyrir áhugamál, langanir og þrár.
14.    Vöxtur og breytingar eru ferli sem aldrei endar og er sjálfsprottið.
15.    Að styrkja jákvæða sjálfsmynd sína og sigrast á stimplum.

Valdefling er t.d. að efla vald sitt í eigin lífi í samspili við annað fólk og umhverfi.

Lögð er áhersla á að hópurinn velji í sameiningu umræðupunkta og/eða annað efni sem styður við umræðuna hverju sinni.
Einnig er lögð áhersla á að hver og einn hafi vægi; fái hlustun og eigi rödd í hópnum.

Námskeiðinu fylgir 'vinnumappa' sem hver og einn getur notað til að halda utan um vinnu sína í hópnum, sjálfsmat eða annað sem skiptir máli eða vekur áhuga. 

Kennt verður á haustönn 2022
Einu sinni í viku í 10 vikur - 1 1/2 klst í senn
Tími:  Auglýst síðar
Tímabil:  Auglýst síðar

 

 

Staður: Hugarafl, Síðumúla 6, Reykjavík
Verð: 10.700
Tími: 8 skipti
Anna Filippía Sigurðardóttir
Hjördís Edda Broddadóttir