Vatnslitir - urð og grjót

Á þessu námskeiði tínum við steina, grjót, skeljar og annað sem vekur áhuga okkar í náttúrunni. Við rannsökum form, liti, áferð, vinnum með skissuteikningar og málum með vatnslitum. Unnið verður með grátónaskalann og liti og litatóna efniviðsins. Stefnt verður að því að fara í vettvangsferð á námskeiðinu.

Námskeiðið er einu sinni í viku, 2 - 2,5 kennslustundir í senn í 6 -7 vikur.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlegast takið fram í athugasemdadálki hvaða tími hentar alls ekki.

Kennslutímabil: mars, apríl

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

 

Staður: Fjölmennt
Verð: 12.000 - 14.000
Tími: 6 - 7 vikur
Nanna Eggertsdóttir
Kristín Eyjólfsdóttir