Að nota augnstýringu í tjáningu og leikjum

Tilgangur námskeiðsins er að gefa fólki með litla hreyfifærni og takmarkaða tjáningu tækifæri til að prófa að nota augnstýribúnað til tjáningar og leikja með einföldum tjátöflum og leikjum í tölvu.

  • Prófa hvort þátttakandi nái valdi á einföldum leikjum með augnstýringu.
  • Prófa hvort þátttakandi nái valdi á einföldum valtöflum og velji markvisst með augnstýringu.
  • Skoða mismunandi leiðir til kerfisbundnari tjáningar eða málþróunar eftir því sem við á.

Gert er ráð fyrir að þátttakandi hafi með sér talsmann sem aðstoðar við að koma á framfæri áhugamálum og umræðuefnum.

Í síðasta tímanum er gert ráð fyrir fundi með þátttakanda, talsmanni hans og aðstandendum eða lykilpersónum í lífi hans um námskeiðið og hugsanlegt framhald.

Kennt er einu sinni í viku í 1 - 1 1/2  kennslustund í senn.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 7.700 - 18.100
Tími: 7 - 14 vikur
Eydís Hulda Jóhannesdóttir