Einkaþjálfun - NÝTT NÁMSKEIÐ

Markmið námskeiðsins er undirbúningur fyrir líkamsrækt á eigin vegum.

Einstaklingsmiðaðar æfingaáætlanir verða gerðar í upphafi auk þess sem þátttakendur fá í lokin áætlun um áframhald æfinga.

Áhersla er lögð á æskilega vinnuröð, upphitun og teygjur, vinnu í tækjum og svo teygjur í lokin.

Þátttakendur æfa með leiðsögn kennara með það að markmiði að halda áfram að æfa á eigin forsendum, án leiðsagnar.

 

Kennt er í 1 klukkustund, 1 sinni í viku í 12 vikur á haustönn 2022.

Greiðslufyrirkomulag:
Þátttakendur kaupa sér kort á líkamsræktarstöðinni. (Ath. afsláttur v. örorku).
Einnig greiða þeir námskeiðsgjald til Fjölmenntar.

ATH: Ekki er starfsmaður á vegum Fjölmenntar á staðnum til að taka á móti þátttakendum eða aðstoða eftir tímann.

 

Staður: Auglýst síðar
Verð: 14.100
Tími: 12 vikur
Matthías Már