Heilsa og matreiðsla

Þetta námskeið er kennt í fjarkennslu. Í upphafi hvers tíma er fyrirlestur sem tengist heilsu, til að mynda verður fjallað um næringu, svefn, mikilvægi hreyfingar og margt fleira. Í seinni hluta tímans verða eldaðir hollir réttir og þátttakendur taka þátt með því að þeir elda heima hjá sér.

Þátttakendur fá senda uppskrift viku fyrir tímann og þurfa að vera búnir að versla inn hráefni sem nota á í tímanum. Valin verða hráefni sem eru aðgengileg í öllum verslunum og útskýrt af hverju þessi hráefni eru valin í staðin fyrir önnur til dæmis óhollari hráefni.

Markmið:

  • Þátttakendur skilji áhrif hreyfingar á andlega og líkamlega heilsu
  • Þátttakendur skilji áhrif næringar á heilsu
  • þátttakendur læra að búa til heilsusamlega rétti.

Námskeiðið er einu sinni í viku 2-3 kennslustundir í senn. 

Þátttakendur á námskeiðinu Einkaþjálfun fá helmings afslátt af þessu námskeiði.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Tölvupóstur sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 12.600 - 15.800
Tími: 6 vikur
Þorvaldur Heiðar Guðmundsson
Matthías Már