Tilkynning til nemenda Fjölmenntar, 8. mars 2020

Ákveðið hefur verið að fella niður kennslu hjá Fjölmennt mánudaginn 9. mars. Ákvörðunin er tekin í tengslum við ráðleggingar Embættis landlæknis til viðkvæmra einstaklinga vegna COVID -19 sýkingarinnar.

Mánudaginn 9. mars verður tekin ákvörðun um fyrirkomulag kennslu í Fjölmennt dagana 10-13. mars. Nemendur verða látnir vita þegar niðurstaða liggur fyrir. Nemendur, aðstoðarmenn þeirra og aðstandendur eru hvattir til að fylgjast með heimasíðu og fésbókarsíðu Fjölmenntar varðandi frekari upplýsingar.