Skartgripasmíði úr silfri

Námskeiðið er fyrir byrjendur og þá sem vilja læra að nota logann til að breyta formi silfurs með ýmsum hætti.

Þátttakendur hanna og smíða eftir sínu höfði eða eftir sýnishornum á staðnum. Farið er í allan grunn í silfurkveikningu, formun á silfrinu í mismunandi skartgripi og allan frágang svo sem slípun og póleringu. Einnig er kveiking á silfurfattningum og ísetning á skornum steinum kennd.

Á þessu námskeiði er einnig boðið upp á smíði skartgripa úr silfurleir (mjúku silfri). Hentar byrjendum mjög vel í hönnun og smíði skartgripa og í raun einfaldara ferli heldur en almenn silfursmíði. Hægt er að gera flóknari munstur og form með silfurleirnum því mýktin gefur fleiri tækifæri svo sem að steypa í mót og forma mjúkt áður en það er hert með gasloga. 

Allir fullklára nokkra skartgripi á námskeiðinu og efnið í þá er innifalið í námskeiðsgjaldinu.

Námskeiðið er 4 skipti. Kennt er á fimmtudögum klukkan 17:00-20:00.

Nánari dagsetning verður ákveðin síðar.

Kennslustaður: Handverkshúsið, Dalvegur 10 - 14 Kópavogur.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Handverkshúsið
Verð: 10.400
Tími: 4 vikur