iPad fræðsla

Að nota spjaldtölvu í daglegu lífi

Glærur frá umræðufundinum „Að nota spjaldtölvuna í daglegu lífi – tilgangur, hlutverk og samstarf“ sem haldinn var í Fjölmennt 3. febrúar 2020

 

Spjaldtölvan sem tæki til að: styrkja valdeflingu, auka notendasamráð og efla sjálfstæði

Glærur frá fræðsluerindinu „Spjaldtölvan sem tæki til að: styrkja valdeflingu, auka notendasamráð og efla sjálfstæði“ sem unnið var í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ fyrir styrk frá Velferðarráðuneyti vorið 2016:

Uppsetning á nýjum iPad

Leiðbeiningar um uppsetningu á nýjum iPad.

Stillingar: Aðgengi og aðgangsstýring

Padinn býður upp á marga möguleika á stillingum sem geta auðveldað vinnuna með tækið. Það er mjög einstaklingsbundið hvað hentar hverjum og einum og því borgar sig að skoða vel alla möguleika í "Settings".

Það getur hins vegar verið erfitt í fyrstu að sjá hvaða stillingar geta verið gagnlegar. Í þessu kennslumyndbandi er farið í nokkrar hagnýtar stillingar á iPad sem hafa nýst kennurum og þátttakendum vel á spjaldtölvunámskeiðum hjá Fjölmennt.

SoundingBoard

Hér má sjá kennslumyndband um smáforritið SoundingBoard sem hlaða má niður ókeypis í AppStore.

Í SoundingBoard er hægt að búa til einfaldar val- og samskiptatöflur með myndum, texta og hljóði. Farið er yfir hvernig hægt er að búa til töflur, að breyta töflum eða bæta við, að tengja undirtöflur við einstaka reiti, að senda töflu í tölvupósti og að gera einfaldar stillingar á forritinu.

 

Notes

Hér má sjá kennslumyndband um smáforritið Notes sem fylgir stýrikerfinu í iPad.

Í Notes má vista skilaboð eða færslur með texta, myndum og myndböndum. Smáforritið nýtist vel sem samskiptabók eða dagbók. Farið er yfir hvernig hægt er að búa til nýja færslu og setja inn texta, mynd eða myndband, að senda færslu í tölvupósti og að flokka færslur í möppur.

Camera í iPad

Hér hliðar eru leiðbeiningar fyrir smáforritið Camera sem er myndavél spjaldtölvunnar. 

Farið er yfir ýmsar stillingar á myndavélinni og hvernig hægt er að nota hana til myndatöku, myndbandsupptöku og sem QR-skanna. Einnig er sýnt hvernig hægt er að breyta myndunum eftirá í myndaalbúminu Photos.

Photos

Hér má sjá kennslumyndband um myndasafnið Photos sem fylgir stýrikerfinu í iPad. Farið er yfir hvernig hægt er að taka til í myndaalbúminu og flokka myndir í albúm.

Go Talk Now

Hér má sjá kennslumyndband um það hvernig hægt er að búa til senur í smáforritinu GoTalk Now. Forritið fæst sem ókeypis prufuútgáfa (GoTalk Now Lite) og í þremur mismunandi útgáfum til að kaupa með mismiklu efni inniföldu.

Sena er mynd með heitum reitum sem virkja hljóð, vídeó eða annað þegar komið er við þá. Senur henta vel sem kveikjur að umræðum eða til að segja frá einstökum myndum. Farið er yfir hvernig hægt er að búa til nýja senu og tengja hljóðupptökur við heita reiti og hvernig tengja má senu við reit á forsíðu. 

Adobe Spark Video

Hér má sjá kennslumyndband um smáforritið Spark Video frá Adobe þar sem hægt er að búa til myndrænar frásagnir með stuttumtextum, hljóðupptökum og bakgrunnstónlist.

Sýnt er hvernig ný frásögn er búin til og hvernig hægt er að deila frásögnum með öðrum. Einnig er sagt frá nokkrum hagnýtum stillingum á forritinu.

Fotokalendern

Hér má sjá kennslumyndband um smáforritið Fotokalendern sem býður upp á að búa til myndrænt dagatal þar sem hægt er að skrifa texta og taka upp hljóð með myndum. 

VideoScribe Anywhere

Hér eru leiðbeiningar um smáforritið VideoScribe Anywhere sem hentar vel til að búa til frásögn úr einni mynd með hljóði og texta. Farið er yfir hvernig búin er til frásögn í formi myndskeiðs og hvernig hægt er að deila myndskeiðinu með öðrum.

Choiceworks Calendar

Hér er kennslumyndband um smáforritið Choiceworks Calendar (CW Calendar) þar sem hægt er að búa til myndrænt dags-, viku- og mánaðarskipulag. Farið er yfir meðal annars hvernig nýir viðburðir eru færðir inn á dagatal og hvernig hægt er að deila dagatali með öðrum.

Facebook

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar fyrir ýmsar stillingar á smáforriti Facebook. Farið er stutt yfir uppbyggingu smáforritsins. Síðan er farið í valdar stillingar sem nýst geta til að stjórna hverjir sjá hvað á Facebook-síðunni.

Tákn og merki sem gott er að þekkja

Hér er einfalt yfirlit fyrir helstu tákn og merki sem koma fyrir í flestum smáforritum í iPad. Yfirlitið getur hjálpað manni að finna út hvernig á að vinna í hinum ýmsu forritum.

Smáforrit til afþreyingar

Hér eru hugmyndir að smáforritum sem geta hentað til afþreyingar fyrir fullorðið fatlað fólk ásamt hugleiðingum um notkunarmöguleika.

Garageband

Hér er kennslumyndband um smáforritið Garageband þar sem hægt er að búa til tónlist á einfaldan hátt með því að nota svokölluð Smart hljóðfæri. Farið er yfir hvernig tekin eru upp stef með nokkrum hljóðfærum, hvernig hægt er að byggja upp lag og búa til endi á lagi og hvernig deila má tilbúnu lagi með öðrum.

YouTube: Að vista myndbönd á spilunarlista

Hér til hliðar er kennslumyndband um það hvernig hægt er að vista myndbönd á spilunarlista (playlist) í smáforriti YouTube.

Hér til hliðar er kennslumyndband um það hvernig hægt er að vista myndbönd á spilunarlista (playlist) í smáforriti YouTube.

Farið er í það hvernig hægt er að skrá sig inn á YouTube og búa til rás, hvernig nýir spilunarlistar eru búnir til á rásinni og myndböndum bætt á lista. Einnig er fjallað stutt um stillingar.