Snjalltæki

Snjalltæki sem verkfæri til valdeflingar

Glærur frá fræðsluerindinu „Snjalltæki sem verkfæri til valdeflingar“ sem haldið var vorið 2022. Í erindinu var farið yfir ýmis smáforrit og góð ráð til að auka vald og sjálfsákvörðun notenda í eigin lífi með hjálp snjalltækja.

Að nota spjaldtölvu í daglegu lífi

Glærur frá umræðufundinum „Að nota spjaldtölvuna í daglegu lífi – tilgangur, hlutverk og samstarf“ sem haldinn var í Fjölmennt 3. febrúar 2020

 

Uppsetning á nýjum iPad

Hér má sjá leiðbeiningar og kennslumyndband um uppsetningu á nýjum iPad.

Tákn og merki sem gott er að þekkja

Hér er einfalt yfirlit fyrir helstu tákn og merki sem koma fyrir í flestum smáforritum í iPad. Yfirlitið getur hjálpað manni að finna út hvernig á að vinna í hinum ýmsu forritum.

Stillingar: Aðgengi og aðgangsstýring

Hér eru leiðbeiningar og kennslumyndband um nokkrar hagnýtar stillingar á iPad sem hafa nýst kennurum og þátttakendum vel á spjaldtölvunámskeiðum hjá Fjölmennt.

iPadinn býður upp á marga möguleika á stillingum sem geta auðveldað vinnuna með tækið. Það er mjög einstaklingsbundið hvað hentar hverjum og einum og því borgar sig að skoða vel alla möguleika í "Settings".

Camera í iPad

Hér til hliðar eru leiðbeiningar fyrir smáforritið Camera sem er myndavél spjaldtölvunnar. 

Farið er yfir ýmsar stillingar á myndavélinni og hvernig hægt er að nota hana til myndatöku, myndbandsupptöku og sem QR-skanna. Einnig er sýnt hvernig hægt er að breyta myndunum eftirá í myndaalbúminu Photos.

 

Hér er hægt að skoða leiðbeiningar á auðskildu máli

Samsung Camera

Hér má sjá leiðbeiningar á auðlesnu máli um myndavélina í Samsung tölvu og síma.

Photos

Hér má sjá leiðbeiningar og kennslumyndband um myndasafnið Photos sem fylgir stýrikerfinu í iPad. 

Farið er yfir hvernig hægt er að taka til í myndaalbúminu og flokka myndir í albúm.

 

Hér er hægt að skoða leiðbeiningar á auðskildu máli

Notes

Hér má sjá leiðbeiningar og kennslumyndband um smáforritið Notes sem fylgir stýrikerfinu í iPad og getur nýst vel sem samskiptabók eða dagbók.

Í Notes má vista skilaboð eða færslur með texta, myndum og myndböndum. Farið er yfir hvernig hægt er að búa til nýja færslu og setja inn texta, mynd eða myndband, að senda færslu í tölvupósti og að flokka færslur í möppur.

Að vista skjöl í iBooks

Hér er kennslumyndband um það hvernig maður vistar til dæmis uppskriftir í smáforritið iBooks.

SoundingBoard

Hér eru leiðbeiningar og kennslumyndband um smáforritið SoundingBoard þar sem hægt er að búa til einfaldar val- og samskiptatöflur með myndum, texta og hljóði.

Farið er yfir hvernig hægt er að búa til töflur, að breyta töflum eða bæta við, að tengja undirtöflur við einstaka reiti, að senda töflu í tölvupósti og að gera einfaldar stillingar á forritinu.

 

SoundingBoard: Að taka við töflu í tölvupósti

Hér til hliðar eru leiðbeiningar um það hvernig má opna töflu í SoundingBoard úr tölvupóst-forriti spjaldtölvunnar.

Adobe Spark Video

Hér eru leiðbeiningar og kennslumyndband um smáforritið Spark Video frá Adobe þar sem hægt er að búa til myndrænar frásagnir með stuttum textum, hljóðupptökum og bakgrunnstónlist.

Sýnt er hvernig ný frásögn er búin til og hvernig hægt er að deila frásögnum með öðrum. Einnig er sagt frá nokkrum hagnýtum stillingum á forritinu.

 

Hér er hægt að skoða leiðbeiningar á auðskildu máli

Að búa til sögu í Android tæki

Hér eru leiðbeiningar á auðlesnu máli um forritið "Photo Audio Video Album Creator". Þar er hægt að búa til sögu úr myndum í myndaalbúminu og bæta við tónlist, eigin rödd, texta, ramma og fleira.

Stop Motion Studio

Hér til hliðar eru leiðbeiningar um smáforritið Stop Motion Studio þar sem hægt er að búa til myndskeið úr syrpu af myndum og bæta við ýmsum brellum svo sem hljóðum, skrauti, tónlist og upptökum af eigin rödd.

Farið er í það hvernig nýtt myndskeið er búið til, hvernig ýmsum brellum er bætt við og hvernig deila má tilbúnu myndskeiði með öðrum.

 

Hér er hægt að skoða leiðbeiningar á auðskildu máli

VideoScribe Anywhere

Hér eru leiðbeiningar um smáforritið VideoScribe Anywhere sem gerir manni kleift að merkja mynd með orðum og búa til lifandi frásögn af myndinni með hljóðupptöku.

Go Talk Now

Hér eru leiðbeiningar og  kennslumyndband um það hvernig hægt er að búa til senur í smáforritinu GoTalk Now. 

Sena er mynd með heitum reitum sem virkja hljóð, vídeó eða annað þegar komið er við þá. Senur henta vel sem kveikjur að umræðum eða til að segja frá einstökum myndum. Farið er yfir hvernig hægt er að búa til nýja senu og tengja hljóðupptökur við heita reiti og hvernig tengja má senu við reit á forsíðu. 

Forritið fæst sem ókeypis prufuútgáfu (GoTalk Now Lite) og í þremur mismunandi útgáfum til að kaupa með mismiklu efni inniföldu.

Book Creator

Hér til hliðar eru leiðbeiningar og kennslumyndband um það hvernig búa má til sögur með myndum, texta og hljóðupptökum í smáforritinu Book Creator.

Farið er í hvernig búa má til nýja bók og setja efni inn á blaðsíður, hvernig hægt er að lesa bók eða láta lesa hana fyrir sig, hvernig flokka má bækur í hillur og hvernig hægt er að deila bók með öðrum.

Instagram: Myndefni með Story og Reels

Hér eru leiðbeiningar um það hvernig nota megi möguleikana í smáforriti Instagram til að búa til skemmtilegt myndefni með snjalltækinu. 

Sýnt er hvað hægt er að gera áður tekin er mynd eða vídeó, svo sem að velja filter. Síðan er sýnt hverju bæta má við eftirá, svo sem tónlist, límmiða eða texta. Bent er á hvernig hægt er að hlaða tilbúnu myndefni niður í snjalltækið án þess endilega að deila því á Instagram. Gefnar eru nokkrar hugmyndir að myndefni sem hægt er að búa til.

Trello: Skipulag, val eða markmiðssetning

Hér má finna leiðbeiningar um smáforritið Trello sem hægt er að nota til að gera sjónrænt dags-/vikuskipulag eða auka sjálfsákvörðun með vali eða markmiðssetningu.

Farið er í hvernig búið er til nýtt borð og lista og spjöld á borði, hvernig hægt er að bæta myndum og tjekklista á spjald og hvernig spjöld eru færð til á borði eða geymd. Einnig er sýnt hvernig tengja má fleiri meðlimi við borð eða deila borði með tölvupósti.

Á blaðsíðu 10-11 eru sýndar hugmyndir að borðum fyrir dags-/vikuskipulag, val og markmiðssetningu. 

Choiceworks Calendar

Hér eru leiðbeiningar og kennslumyndband um smáforritið Choiceworks Calendar (CW Calendar) þar sem hægt er að búa til myndrænt dags-, viku- og mánaðarskipulag. 

Farið er yfir meðal annars hvernig nýir viðburðir eru færðir inn á dagatal og hvernig hægt er að deila dagatali með öðrum.

Fotokalendern

Hér má sjá leiðbeiningar og kennslumyndband um smáforritið Fotokalendern sem býður upp á að búa til myndrænt dagatal þar sem hægt er að skrifa texta og taka upp hljóð með myndum. 

Smáforrit til afþreyingar

Hér eru hugmyndir að smáforritum sem geta hentað til afþreyingar fyrir fullorðið fatlað fólk ásamt hugleiðingum um notkunarmöguleika.

Bitsboard

Hér eru leiðbeiningar um smáforritið Bitsboard sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu sem tengist áhugamálum og eflir orðaforða. 

Forritið hentar einnig þeim vel sem hafa áhuga á að vinna með bókstöfum og stafsetningu eða vilja æfa lestur.

Farið er yfir hvernig búið er til nýtt borð, valið verkefni og gert ýmsar stillingar á verkefnunum. Einnig er sýnt hvernig deila má borði með öðrum og hlaða niður borðum sem aðrir hafa búið til. 

Facebook

Hér til hliðar eru leiðbeiningar fyrir ýmsar hagnýtar stillingar á smáforriti Facebook. 

Farið er stutt yfir uppbyggingu smáforritsins. Síðan er farið í valdar stillingar sem nýst geta til að stjórna hverjir sjá hvað á Facebook-síðunni.

Að birta færslu á Facebook

Hér má finna leiðbeiningar á auðlesnu máli um að birta færslu á Facebook.

Messenger: Skilaboð og myndsímtöl

Hér má sjá leiðbeiningar og kennslumyndband um smáforritið Messenger þar sem hægt er að senda skilaboð og hringja myndsímtöl.

Farið er í hvernig velja má viðtakanda, einn eða fleiri. Sýndir eru ýmsir möguleikar á að senda skilaboð. Hringt er myndsímtal og sýndar ýmsar stillingar sem tengjast því.

 

Hér er hægt að skoða leiðbeiningar á auðskildu máli

Garageband

Hér er kennslumyndband um smáforritið Garageband þar sem hægt er að búa til tónlist á einfaldan hátt með því að nota svokölluð Smart hljóðfæri. 

Farið er yfir hvernig tekin eru upp stef með nokkrum hljóðfærum, hvernig hægt er að byggja upp lag og búa til endi á lagi og hvernig deila má tilbúnu lagi með öðrum.

Keezy

Hér má sjá leiðbeiningar og kennslumyndband um smáforritið Keezy þar sem hægt er að leika sér að hljóðum eða tónlistarstefjum og taka upp flutning til að deila með öðrum.

Farið er í hvernig taka má upp eigin hljóð og gefa tilbúnu efni nafn. Einnig er sýnt hvernig taka má upp flutning á tilbúnu efni og vista eða deila með öðrum.

YouTube: Að vista myndbönd á spilunarlista

Hér til hliðar eru leiðbeiningar og kennslumyndband um það hvernig hægt er að vista myndbönd á spilunarlista (playlist) í smáforriti YouTube.

Farið er í það hvernig hægt er að skrá sig inn á YouTube og búa til rás, hvernig nýir spilunarlistar eru búnir til á rásinni og myndböndum bætt á lista. Einnig er fjallað stutt um stillingar.

 

Hér er hægt að skoða leiðbeiningar á auðskildu máli

Spotify: Að vista lög á spilunarlista

Hér eru leiðbeiningar á auðskildu máli um það hvernig hægt er að vista lög á spilunarlista (playlist) í smáforriti Spotify.