Notendasamráð

Landssamtökin Þroskahjálp gerðu samning við Reykjavíkurborg um stofnun notendasamráðs fatlaðs fólks og Reykjavíkurborgar. Fjölmennt var falið að sjá um framkvæmdina. Auglýst var eftir þátttakendum í samráðshópinn og tóku sjö manns þátt í námskeiði þar sem þátttakendur fengu fræðslu um lög og rettindi fatlaðs fólks. Einnig fengu  þau undirbúning fyrir það að segja skoðanir sínar á þjónustunni.  Áhersla var lögð á fræðslu um mannréttindi og kynningu á þjónustu Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Jafnframt var lögð áhersla á jafningjafræðslu og ráðgjöf. Í framhaldi af námskeiðinu geta borgaryfirvöld leitað til ráðgjafahópsins og óskað eftir því að hópurinn veiti umsögn og komi með ábendingar hvað varðar þjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Fjölmennt verður hópnum til aðstoðar og verið er að semja um nánari útfærslu á því.