Vorhátíð Fjölmenntar

Á hverju vori er haldin vorhátíð Fjölmenntar. Hátíðin er yfirleitt haldin í Gullhömrum í Grafarholti. Boðið er upp á þriggja rétta matseðil, dansleik, skemmtiatriði og happdrætti. Hátíðina sækja þrjú til fjögur hundruð manns og er hún orðin partur af félagslífi þátttakenda Fjölmenntar.

Vorhátíð Fjölmenntar verður haldin 11. apríl 2019.