Ráðgjafar

Helle Kristensen

Kennsluráðgjafi 

Helle er tónmenntakennari að mennt og hefur lokið M.Ed.-gráðu í sérkennslufræði og skóla margbreytileikans við Menntavísindasvið HÍ. Hún hefur starfað við kennslu í Fjölmennt frá árinu 2007, með áherslu á tónlist og upplýsingatækni, sem verkefnastjóri með innleiðingu snjalltækja í kennslu og daglegu lífi frá árinu 2013 og sem kennsluráðgjafi frá árinu 2022.

Í meistaraverkefni sínu rannsakaði hún hlutverk aðstoðarfólks í námi fólks með þroskahömlun sem þarf mikinn stuðning. Í kennslu sinni og ráðgjöf hefur hún lagt sérstaka áherslu á samstarf við starfsfólk þátttakenda í búsetuþjónustu, þar á meðal aðstoðarfólk sem fylgir þátttakendum í kennslustundir, til þess að auka möguleika á að námið nýtist í daglegu lífi.

Helle hefur haldið ýmis fræðsluerindi á vegum Fjölmenntar, meðal annars um snjalltæki sem verkfæri til valdeflingar, um aðstoð við hljóðfæraleik og um leiðir til að eiga samtal við fólk sem notar ekki hefðbundið talmál um óskir þess, vilja og skoðanir.  

 

Netfang: helle@fjolmennt.is  

Netfang: radgjof@fjolmennt.is

Símanúmer: 530 1315 

Jarþrúður Þórhallsdóttir

Einhverfuráðgjafi 

Jarþrúður er sjúkraþjálfari og hefur einnig MA -gráðu í fötlunarfræðum frá Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Hún hefur sérhæft sig í skilningi á einhverfu og aðstæðum einhverfs fólks og þá einkum hvernig ólík skynjun og skynúrvinnsla hefur áhrif á daglegt líf og hvernig best er að koma til móts við áskoranir vegna þess. Í meistaraverkefni sínu rannsakaði hún þetta efni með eigindlegum aðferðum þar sem hún tók viðtöl við fólk á einhverfurófi. Hún hefur gefið út bók um efni rannsóknarinnar sem nefnist Önnur skynjun – ólík veröld: Lífsreynsla fólks á einhverfurófi. Hún starfaði sem sjúkraþjálfari í 20 ár, sem einhverfuráðgjafi hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík í tæp 5 ár, sem foreldraráðgjafi hjá Sjónarhóli, ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfi í 5 ár og sem réttindagæslumaður fatlaðs fólks í 5 ár. Hún hefur starfað sem einhverfuráðgjafi hjá Fjölmennt síðan árið 2011.

 

Netfang: jarthrudur@fjolmennt.is  

Netfang: radgjof@fjolmennt.is

Símanúmer: 530 1305