Starfsemi Fjölmenntar

Starfsemi

Fjölmennt er símenntunar- og þekkingarmiðstöð sem skipuleggur námskeið fyrir fatlað fólk, 20 ára og eldra. Markmiðið er að bjóða fötluðu fólki upp á ráðgjöf varðandi símenntun bæði innan Fjölmenntar sem og hjá samstarfsaðilum Fjölmenntar. Jafnframt skal Fjölmennt bjóða upp á fjölbreytta símenntun í formi námskeiða að loknu formlegu námi í skólakerfinu. Fjölmennt skal starfa í anda alþjóðlegra samþykkta þar sem fjallað er um fræðslu og menntun fatlaðs fólks svo sem:

  • Sáttmála Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2007 um réttindi fatlaðs fólks.
  • Salamancayfirlýsingarinnar, einkum 56. og 57. gr.
  • Einnig markmiðsgrein laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992, 2. gr.

Ein af megináherslum í starfi Fjölmenntar er að stuðla að því að fatlað fólk njóti símenntunar hjá sömu aðilum og ófatlaðir eftir því sem nokkur kostur er.

Helstu verkefni Fjölmenntar eru:
  • Ráðgjöf til einstaklinga og fræðslustofnana varðandi nám fyrir fatlað fólk.
  • Samstarf og stuðningur við aðrar fræðslustofnanir á vettvangi símenntunar.
  • Eigið námskeiðahald, fyrir þá einstaklinga sem þurfa mikla sérhæfingu í námi.

Haustið 2012 tók ráðgjafardeild Fjölmenntar formlega til starfa og hér á heimasíðunni er nánari lýsing á starfsemi hennar.

Fjölmennt gerir samstarfssamninga við allar símenntunarstöðvar á landsbyggðinni um námskeiðhald fyrir fatlað fólk. Nánari upplýsingar er að finna hér á heimasíðunni.

 

 

 

 

Til baka