Stærðfræði í daglegu lífi

Á námskeiðinu "Stærðfræði í daglegu lífi" verður unnið með fjölbreytt myndræn stærðfræðiverkefni ásamt verkefnum í spjaldtölvu sem öll reyna á notkun stærðfræði í daglegu lífi. Námsefninu er ætlað að styðja við þátttakendur í að hafa yfirsýn og skilja betur það sem felst í stærðfræði daglegs lífs. Má þar nefna fjölda hluta og hvernig þeim er skipt. Námskeiðið er einstaklingsmiðað og viðfangsefni þróuð eftir hugmyndum þátttakenda um notagildi.

 

Námskeiðið er einu sinni í viku, 1-2 kennslustundir í senn.

Nánari dagsetning kemur síðar.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 8.000 - 10.700
Tími: 8 vikur
Sesselja Anna Ólafsdóttir