Tálgunarnámskeið

Námskeiðið byggir á grunn-tækni við tálgun og er því engrar lágmarks-kunnáttu krafist.  Boðið er uppá fjölbreytt og ólík verkefni annað hvort í gerð nytjahluta eða skrautmuna sem nýst geta sem gjafir eða til eigin nota.

Þátttakendur læra nýja og þægilega nálgun við tálgun með því að tileinka sér "öruggu hnífsbrögðin" þar sem báðar hendur vinna saman, önnur gefur aflið og hin stjórnar hnífnum. Það gerir alla tálgunarvinnu bæði öruggari og afkastameiri. Þátttakendur læra að nota ýmiss áhöld við tálgun og skógarvinnu og hirða þau og brýna. 

Meginmarkmið kennslunnar er upplifun í flæði og valdeflandi sköpun. 

Námskeiðið er 4 skipti. Kennt verður á þriðjudögum klukkan 16:30-18:30. 

Nánari dagsetning kemur síðar.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Handverkshúsið
Verð: 10.400
Tími: 4 vikur