Að ná endum saman

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja fá aukna yfirsýn í fjármál sín og vilja fá innsýn í hvers konar aðstoð hægt er að fá hjá bankastofnunum.

Rannsóknir sýna að þeir sem fengið hafa kennslu í fjármálum eru líklegri til að spara og skipuleggja fjármál sín betur en aðrir.

Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur fái aukna yfirsýn í fjármál sín auk þess að fá innsýn í hvers konar aðstoð er hægt að fá varðandi skipulag fjármála hjá bönkum. Einnig að öðlast skilning á skyldum þeirra sem aðstoða fatlað fólk varðandi fjármál.

Fjallað verður m.a. um:

  • Laun og launatengd gjöld
  • Um lífeyrissjóð, séreignasjóð og skatta
  • Hagnýtt heimilishald
  • Helstu útgjaldaliðir heimilanna
  • Nauðsynleg út-gjöld
  • Lúxus útgjöld
  • Fjármálaráðgjöf bankanna
  • Hvernig aðstoð/þjónustu vil ég fá?
  • Fjármál gegnum lífið
  • Hvaða aðstoð þarf ég á að halda varðandi peningamál
  • Persónulegur talsmaður og fjárhagsmaður
  • Hvernig fylgist ég með fjármálum mínum (Net-banki og Öpp)
  • Fjárhagslegt skipulag á NPA þjónustu
  • Lífsstíll og fjármál
  • Að spara
  • Neysla og hamingja

Kennt er einu sinni í viku, 2 kennslustundir í senn.

Reynt verður að koma til móts við óskir um tímasetningu námskeiða.

Vinsamlegast takið fram í athugasemdadálki hvaða tími hentar alls ekki.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 14.100
Tími: 10 vikur
Ásdís Guðmundsdóttir