Fréttir og tilkynningar

Námskeið í Fjölmennt Geðrækt á haustönn 2019

Námskeið í Fjölmennt Geðrækt eru komin inn á heimasíðuna undir græna hnappnum hér fyrir ofan, sem merktur er Námskeið Geðrækt og er umsóknarfrestur til 26. ágúst 2019. Flest námskeiðin eru kunnug, en með nýjum áherslum og yfirbragði. Ný námskeið geta bæst við t.d. örnámskeið og verða þau auglýst með stuttum fyrirvara. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Sumarnámskeiðum lokið

Nú eru sumarnámskeiðum hjá Fjölmennt lokið. Boðið var uppá 13 sumarleg námskeið og voru um 100 þátttakendur sem tóku þátt.
Lesa meira

Lokað föstudaginn 7. júní

Lokað er í Fjölmennt föstudaginn 7. júní vegna starfsdags starfsfólks.
Lesa meira

Tvær námsbrautir í boði á haustönn

Á haustönn verða tvær námsbrautir í boði, Heilsubraut og Listnámsbraut. Báðar brautirnar eru í 12 vikur og er kennt fjóra daga vikunnar 2-3 kennslustundir í senn.
Lesa meira

Námskeið haustannar 2019

Á haustönn verða mörg ný námskeið í boði ásamt gömlum og góðum námskeiðum. Hvetjum við ykkur til að kynna ykkur vel hvað er í boði og velja eftir áhugasviði. Meðfylgjandi bæklingur sýnir hvað er nýtt og nýlegt í Fjölmennt og svo eru öll námskeiðin á heimasíðunni undir flipanum Námskeið.
Lesa meira

Ársfundur Fjölmenntar

Ársfundur Fjölmenntar var haldinn mánudaginn 20. maí. Þær breytingar urðu á stjórn Fjölmenntar að Elsa Sigríður Jónsdóttir, sem verið hefur fulltrúi Landssamtakanna Þroskahjálpar og Erna Arngrímsdóttir fulltrúi Öryrkjabandalagsins létu af stjórnarsetu. Eru þeim þökkuð farsæl störf í þágu Fjölmenntar.
Lesa meira

Umsóknarfresti að ljúka

Nú fer hver að verða síðastur til að sækja um sumarnámskeið.
Lesa meira

Vortónleikar

Vortónleikar Fjölmenntar verða haldnir á morgun, föstudaginn 10. maí í Grafarvogskirkju klukkan 18:00 (6) - 20:00 (8). Allir velkomnir.
Lesa meira

Sumarnámskeið 2019

Sumarnámskeið Fjölmenntar hefjast 24. maí næstkomandi. Í boði verða mörg skemmtileg námskeið, ný og gömul í bland. Hægt er að sækja um núna.
Lesa meira

Páskafrí

Páskafrí hefst mánudaginn 15.apríl. Kennsla hefst aftur eftir páskafrí miðvikudaginn 24. apríl. Gleðilega páska.
Lesa meira