Flug yfir Ísland - Alvöru sýndarveruleiki

Byrjað er á heimsókn í baðstofuna. Þar er boðið upp á stutta kynningu á Íslandi fyrri tíma og ýmsu sem einkenndi líf Íslendinga. Þá er þér boðið í 9 mínútna flugferð.
Þú situr í sæti fyrir framan 20 metra hnattlaga sýningartjald með fætur í lausu lofti og horfir á tölvugerða mynd sem fer með þig í æsispennandi ferðalag um Ísland. Tæknibrellur, þar á meðal vindur, þoka og lykt, ásamt hreyfingum búnaðarins gera þessa upplifun ógleymanlega. Sætin hreyfast á raunverulegan hátt svo þér finnst þú fljúga. Sveigður skjár umlykur þig svo þú upplifir þig í raunverulegu flugi. 
ATHUGIÐ: Ekki ráðlagt þeim sem eru lofthræddir, flghræddir/flugveikir eða eiga erfitt með spennuþrungin atvik.

Þeir sem vilja eða þurfa að hafa einhvern með sér greiða sama verð fyrir hann, þ.e. kr: 1.200.

 

Eftir flugið setjumst við niður og spöllum saman. Þeir sem vilja geta keypt sér kaffi á staðnum.

Dagsetning og tími: Þar sem ekki er enn ljóst hvenær viðburðurinn verður haldinn, þá hefur ekki verið unnt að fastsetja tímasetningu. En miðað er við að farið verði á tímabilinu 10. - 19. desember og verða umsækjendur látnir vita með fyrirvara.

Umsóknarfrestur er til 25. nóvember.

Heimilisfang:

Fly Over Iceland
Fiskislóð 43
101 Reykjavík

 

Staður: Fly Over Iceland, Fiskislóð 43, 101 Rvk
Verð: 1.200
Tími: 30 - 45 mín (u.þ.b) - Spjall á eftir