"Hygge" Huggulegt í húsi og huga

Að tileinka sér hinn vinsæla danska lífsstíl hvað varðar "hygge". Þetta er hugsun sem hefur rutt sér til rúms víða í heiminum á síðustu árum. Þessi gullna stund getur verið heima við, á vinnustað eða í skóla, eða úti í náttúrunni til dæmis í lautarferð.

Markmið námskeiðsins er að búa til "klæðskerasniðna" uppskrift fyrir hvern þátttakanda um það hvernig má skapa þannig andrúmsloft og umgjörð utan um stundina, núið, að það verði eins djúp upplifun af vellíðan og hægt er. Þetta kunna Danir vel og hafa löngum stundað í sínu lífi.

Undirbúningur og framkvæmd námskeiðsins snúast um að komast að því hvað hver einstakur setur á sinn lista yfir huggulegustu hlutina, klæðnaðinn, tónlistina, drykkina, góðan bita eða hvað annað sem kemur í ljós.

Útbúinn verður listi fyrir hvern og einn sem inniber nákvæmlega hans óskahluti á listanum. Þessi listi verður svo hans "uppskrift af huggustund" og með fylgir lógó sem hægt er að nota til að setja þetta á dagskrána hjá sér. Þetta verður gert með viðtölum heim og í tímum.

 

Námskeiðið er einu sinni í viku, 2,5 - 3 kennslustundir í senn í 8 vikur.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

 

Staður: Fjölmennt
Verð: 16.800 - 19.500
Tími: 8 vikur
Nanna Eggertsdóttir
Ásrún Inga Kondrup