Íslenskir fuglar

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu flokka fugla og fjallað um einkenni þeirra eins og til dæmis muninn á vaðfugli, mófugli og spörfugli.

Fjallað verður um helstu fugla sem lifa á Íslandi og meðal annars skoðað hvernig þeir og ungar þeirra líta út, hvar þeir verpa og hvað þeir borða. Rætt verður um fuglaskoðun og bent á góða hluti til að hafa í huga við fuglaskoðun.

Námskeiðið er 1-2 kennslustundir á viku í 7 vikur.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

 

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

 

Staður: Fjölmennt
Verð: 8.700-11.700
Tími: 7 vikur