Leirmótun og pappamassi

Þátttakendur móta nytjahluti og skúlptúra úr leir og pappamassa.  Kennt verður að endurnýta dagblöð og pappír í listsköpun.  Unnið er með sjálfþornandi leir og hann málaður og skreyttur eftir því sem við á.  Einnig eru gerðar tilraunir með leir sem hægt er að búa til sjálfur.

Áhersla er lögð á að virkja ímyndunarafl þátttakenda og sköpunargleði.

 Námskeiðið er í 8 vikur, 2 kennslustundir í senn.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 19.000
Tími: 8 vikur
Nanna Eggertsdóttir
Kristín Eyjólfsdóttir