Listnámsbraut

Á listnámsbraut er áherslan á sköpun, upplifun og þátttöku og er markmiðið meðal annars að auka tækifæri fatlaðs fólks til að öðlast nýja reynslu í gegnum listnám.

Tilgangur listnámsbrautarinnar er að gefa fólki með flóknar samsettar fatlanir og takmörkuð tjáskipti tækifæri til aukins náms og þátttöku í listsköpun. Þannig vill Fjölmennt leggja áherslu á margbreytileika fólks og tækifæri í samfélagi fyrir alla.

Kennslugreinarnar eru þrjár: Leiklist, myndlist og tónlist. Námið er einstaklingsmiðað og miðar að virkni, þátttöku og valdeflingu í gegnum listsköpun. Að vinna að listsköpun og upplifa list eru helstu viðfangsefnin ásamt því að leggja áherslu á tjáningu, tæknivinnu og samspil. Leiðbeinandi þarf að þekkja tjáskipti þátttakandans þannig að hann fái sem mest út úr hverri kennslund fyrir sig. Kennsla fer fram í fámennum hóp 2-4 og lagt er upp með að námið sé hvetjandi fyrir þátttakendur og ánægjuleg upplifun. Ætlast er til að námið hafi gildi fyrir þátttakendur í daglegu lífi og tómstundum. Mikilvægt er að samstarf við talsmenn þátttakenda sé náið og aðstoðarmenn þeirra taki þátt í náminu þegar það á við.

Kennt er þrisvar sinnum í viku, 2-3 kennslustundir í senn.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 35.000
Tími: 12 vikur
Helle Kristensen
Steinunn Guðný Ágústsdóttir
Margrét Norðdahl
Íris Stefanía Skúladóttir