Norsk kransakökugerð - jólabakstur

Á námskeiðinu er búið til kransakökudeig að norskri hefð úr möluðum möndlum, flórsykri og eggjahvítu. Búin verður til karfa sem er límd saman með glassúr og skreytt. Þátttakendur taka svo með heim og njóta um jólin.

Námskeiðið er 2 skipti, 2 kennslustundir í senn.

Námskeiðin verða haldin á tímabilinu 10. -19.desember.

Nánari tíma- og dagsetning kemur síðar.

Reynt verður eftir fremsta megni að koma til móts við þarfir þátttakenda með tímasetningu námskeiðs.

Staður: Fjölmennt
Verð: 5.000
Tími: 2 skipti
Mona Guttormsen