Saga fatlaðra kvenna

Námskeiðið er ætlað konum.

Á námskeiðinu verða lesnir kaflar úr ævi- og lífsögum þriggja fatlaðra kvenna af þremur kynslóðum. 

  • Bjargey Kristjánsdóttir    (1927-1999)
  • Eygló Ebba Hreinsdóttir (1950-2014)
  • María Þ Hreiðarsdóttir   (1970-1922)

Markmiðið er að kynnast lífi þeirra og baráttu fyrir sjálfstæðu lífi . Einnig verður viðhorf samfélagsins til fatlaðra kvenna á ólíkum tímum skoðað.

Bækurnar eru:

Ég lifði í þögninni, lífssaga Maríu Þ. Hreiðarsdóttur. Guðrún V. Stefánsdóttir skráði.

Í bókinni lýsir María meðal annars ýmsum baráttumálum sínum en hún var formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun og barðist þar ötullega fyrir réttindum sem ófatlað fólk telur sjálfsögð, s.s. réttinum til að stofna fjölskyldu og halda frjósemi sinni og að hafa mannsæmandi laun fyrir vinnu sína. 

Lífssaga brautryðjandans, Eyglóar Ebbu Hreinsdóttur eftir Egló Ebbu með Guðrúnu V. Stefánsdóttur

Í bókinni segir Egló Ebba frá bernsku og æskuárum sínum, lífi á stofnun, trú og trúariðkun, samböndum og baráttunni fyrir sjálfstæðu lífi.

Bíbí í Berlín, (Sjálfsævisaga Bjargeyjar Kristjánsdóttur), höfundur Guðrún V. Stefánsdóttir

Bíbí hét fullu nafni Bjargey Kristjánsdóttir. Hún var kennd við kotbæ foreldra sinna,  Berlín, sem var rétt utan við Hofsós. Hún veiktist á fyrsta ári og var síðar stimpluð sem “fáviti” af fjölskyldu sinni og sveitungum. Þegar móðir Bíbíar féll frá þá var hún um þrítug og var þá flutt á elliheimili þar sem hún dvaldi í tæpa tvo áratugi. Síðar flutti hún í þorpið og lifði þar í skjóli vina. Þetta er hennar saga – sjálfsævisaga – en fáir vissu að hún væri læs og skrifandi.  

Kennt er 1,5 kennslustund einu sinni í viku í 10 vikur. Nánari tímasetning síðar. 

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 14.500
Tími: 10 vikur