Þýska

Þetta er námskeið fyrir byrjendur og þá sem eru komnir aðeins lengra og hafa áhuga á að kynnast nýju tungumáli.

Farið verður í grunnatriði í þýsku. Lögð er áhersla á málnotkun eins og talmál, framburð, orðaforða og ritun.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái aukna tilfinningu fyrir þýsku. Þeir geti hlustað á og lesið einfalda texta og tjáð sig á einfaldan hátt um kunnugleg málefni.

Kennt er tvisvar sinnum í viku í 10 vikur.

Nánari tíma- og dagsetning ákveðin síðar.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Mímir símenntun
Verð: 18.800
Tími: 10 vikur