Tölvu- og margmiðlunartækni - NÝTT

Á tölvu- og margmiðlunartæknibraut verður lögð áhersla á að kenna notkun mynd- og hljóðvinnsluforrita og hvernig nýta má þau til að koma efni á framfæri. Kennt verður að nota tölvur og snjalltæki til upplýsingamiðlunar ásamt því að skapa og hanna eigin hugmyndir.

Þátttakendur leggja mat á námsbrautina, skipulag hennar og leiðbeinendur sem hafa komið að brautinni.

Námsþættir sem verða teknir fyrir:

  • Hlaðvarp
  • Samfélagsmiðlar
  • Stop motion (hreyfimynd)
  • Myndbandsupptaka

Námskeiðið er tvisvar sinnum í viku, 3 kennslustundir í senn.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 25.000
Tími: 12 vikur
Þorvaldur Heiðar Guðmundsson