Tölvuleikjagerð

Á þessu námskeiði er kennt að búa til tölvuleik í þrívídd með forritinu Unity 3D. Forritið er kynnt og fyrsti leikurinn búinn til. Þetta er forrit sem er notað í tölvuleikjagerð um allan heim.

Kennt er á mánudögum klukkan 18:00 -21:00. Námskeiðið er 6 skipti, hefst 17. september og lýkur 22. október.

Athugið að ekki er stuðningsfulltrúi til aðstoðar þátttakendum fyrir og eftir námskeið.

Staður: Tækniskólinn
Verð: 18.000
Tími: 6 vikur