Viltu bætast í hóp fólks sem ætlar að læra að búa til útvarpsþátt / hlaðvarp?

Spennandi námskeið í boði
Spennandi námskeið í boði

Viltu bætast í hóp fólks sem ætlar að læra að búa til útvarpsþátt / hlaðvarp?

Um næstu helgi byrjar námskeið í að búa til þátt fyrir útvarp. Sendiherrar um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verða eftir áramót með þáttagerð um ýmis baráttumál. En fyrst þarf að læra að búa til þátt og æfa sig! Nú auglýsum við eftir fólki til að bætast í hópinn. Það kostar ekkert að koma á námskeiðið.

Kennt er á föstudögum og laugardögum í haust í alls 12 skipti. Skráning og meiri upplýsingar gefur Helga í síma 530-1300. Það er líka hægt að skrá sig með því að senda póst á netfangið helgag@fjolmennt.is