Gestir frá Svíþjóð

Það er búið að vera gestkvæmt þessa viku í Fjölmennt. Á mánudag og miðvikudag komu góðir gestir frá Svíþjóð til að kynna sér starfsemi Fjölmenntar.

Þau koma frá bænum Falkenberg í Svíþjóð og vinna þar í fullorðinsfræðslu fyrir fatlað fólk. Ásamt því að fá kynningu á starfseminni þá fengu þau að fylgjast með nokkrum ólíkum kennslustundum. Söngnemendurnir Ólafía Ágústsdóttir og Hildur Davíðsdóttir slógu heldur betur í gegn þegar þær sungu fyrir gestina.

Hér má sjá mynd af Ólafíu ásamt hluta af sænsku kennurunum.