Jólastemning í Fjölmennt

Jólakerti
Jólakerti

Mikil jólastemning er í Fjölmennt þessa dagana. Þátttakendur á hinum ýmsu jólanámskeiðum vinna að því að undirbúa jólin og koma sér í jólagírinn.  

Á námskeiðinu „Jólakerti“ voru þeir Arnar, Lúðvík og Þorbjörn að skreyta falleg jólakerti. Þeir voru allir búnir að ákveða hver ætti að fá kertið að gjöf því „betra er að gefa en þiggja“