Lífið á listnámsbraut

Á haustönn hefur verið kennd ný námsbrautin í Fjölmennt Listnámsbraut. Á brautinni er unnið með ýmsar listgreinar s.s. tónlist, myndlist og leiklist og áhersla lögð á að greina áhuga hvers og vinna með styrkleika. Nemendur listnámsbrautar mæta þrisvar í viku og vinna að list sinni undir leiðsögn kennara. Dæmi um verkefni sem unnin hafa verið á listnámsbraut á haustönn eru: 

  • Búin til lítil leiksvið og persónur skapaðar á sviðið.
  • Gerðar stuttir myndbandsbútar með green-screen og unnin tónlist við.
  • Unnið með búninga og leikræna tjáningu.
  • Samin tónlist á hljóðfæri og snjalltæki.
  • Spilað á rafmögnuð hljóðfæri s.s. bassa, gítar og hljómborð.
  • Búin til ljósaverk með ljósaborði.
  • Kynnisferð í Borgarleikhúsið þar sem þátttakendur kynntust starfsemi leikhússins utan og innan sviðsins.

Kennslutímabil listnámsbrautar eru 12 vikur og hefst nýtt kennslutímabil á vorönn, opið er fyrir umsóknir til 20.nóvember.