Umsóknarfresti að ljúka

Nú fer hver að verða síðastur til að sækja um sumarnámskeið.  Miðvikudaginn 15. maí er síðasti dagur til að sækja um sumarnámskeið. 

 

Sumarnámskeið Fjölmenntar hefjast 24. maí næstkomandi. Í boði verða mörg skemmtileg námskeið,  ný og gömul í bland. Hægt er að sækja um núna. Sjá hnapp hægra megin á forsíðunni, þar getið þið séð öll námskeið sem í boði verða. 

http://www.fjolmennt.is/is/sumarnamskeid

 

Öll námskeiðin eru 1 - 2 skipti. 

Sem dæmi um ný námskeið má nefna Sumarsmell þar sem þátttakendur fá tækifæri til að búa til sinn eigin sumarsmell á spjaldtölvu. Í fyrri tímanum er samið lag og í seinni tímanum er  búið til myndband við lagið með green screen- tækni. Boðið upp námskeið í samvinnu við Vísindasmiðju Háskóla Íslands og loks má nefna Smoothie námskeið þar sem þátttakendur búa til ólíka smoothie drykki sem eru ólíkir fyrir bragðlaukana og augað.