Viðbragðsáætlun Fjölmenntar vegna Covid-19 veirunnar

Fyrstu tilfelli Covid-19 sýkingar hafa nú greinst á Íslandi.  Stjórnendur Fjölmenntar hafa rætt möguleg áhrif þess á starfsemi Fjölmenntar. 

Bent er á heimasíðu Embættis landlæknis, www.landlaeknir.is varðandi almennar upplýsingar og ráðleggingar vegna veirunnar.  Mikilvægt er að starfsfólk kynni sér þær vel.

Í nemendahópi Fjölmenntar eru einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma sem gera þá viðkvæmari fyrir afleiðingum sýkinga á borð við Covid-19.  Því er brýnt að nemendur og starfsfólk hugi að sóttvörnum eins og handþvotti og handsprittun og byrgi nef og munn við hósta.  Þá er skynsamlegt að hætta að heilsa fólki með handabandi eða faðmlögum eins og kostur er.

Því er beint til starfsfólks að það ræði við forstöðumann hafi fólk verið á ferðalögum erlendis eða hafi átt í samskiptum við mögulega smitaðan einstakling.

Þá er því beint til nemenda, aðstoðarmanna þeirra og forstöðumanna í búsetu/íbúakjörnum að forstöðumaður Fjölmenntar verði tafarlaust látinn vita komi upp smit af völdum Covid-19 veirunnar á heimilum, vinnustöðum eða í nánasta umhverfi nemenda svo minnka megi líkur á útbreiðslu smits. Þá er mikilvægt að nemendur mæti ekki veikir í tíma í Fjölmennt.

Komi til þess að smit breiðist út í samfélaginu verður íhugað að loka Fjölmennt tímabundið. Við slíkar aðstæður verður tekið mið af ráðleggingum Sóttvarnalæknis til menntastofnana auk þess sem sérstaklega verður tekið tillit til nemendahóps Fjölmenntar.

 

Sjá hér leiðbeiningar til nemenda þegar þeir eru í Fjölmennt.