Sumarnámskeiðum lokið - minnum á umsóknarfrest til 16. júní

Sumarnámskeið eru orðin fastur liður í starfsemi Fjölmenntar. Þetta árið var boðið upp á 11 sumarleg námskeið sem öll voru í eitt skipti. Rúmlega hundrað manns sóttu um námskeið og urðu námskeiðin alls 31 talsins. Öllum sumarnámskeiðum er nú lokið þetta sumarið og þökkum við kærlega fyrir skemmtilega samveru og vel heppnuð námskeið. 

Við minnum á að umsóknarfrestur til að sækja um námskeið fyrir haustönn 2018 lýkur 16. júní næstkomandi.