Námskeið

Ég dansa til að gleyma

Á námskeiðinu ætlum við að dansa til að gleyma óþarfa áhyggjum sem fylgja lífinu. Við ætlum að sletta úr klaufunum og hafa gaman.

Lesa meira
Staður: Auglýst síðar
Tími: Eitt skipti

Fjaran fyrir öll

Við bjóðum öll velkomin í fjöruna!

Finndu ferska fjöruloftið, mjúka sandinn, hljóðið í öldunum, ilminn af þanginu, hljóðið í fuglunum, áferð skeljanna...

Lesa meira
Staður: Ylströndin í Nauthólsvík
Tími: Eitt skipti

Frjálsar íþróttir

Á þessu námskeiði verður farið yfir kast, stökk og hlaupagreinar undir leiðsögn hjá reyndum frjálsíþróttakennara. Frjálsar íþróttir reyna á allan líkamann og það geta allir reynt á sig við hæfi. 

Lesa meira
Staður: ÍR Mjódd
Tími: Eitt skipti

Langar þig að prófa sjósund?

Sjósund er orðið mjög vinsælt á Íslandi. 

Í Nauthólsvík eru búningsklefar og góð aðstaða til að dýfa sér í sjóinn og fara í heitann pott eða gufu á eftir. 

Í Nauthólsvík eru sérstakir hjólastólar á stórum uppblásnum dekkjum fyrir þau sem þurfa til að komast yfir sandinn og út í sjó.

Lesa meira
Staður: Ylströndin í Nauthólsvík
Tími: Eitt skipti

Léttir og ljúfir sumarréttir

Á námskeiðinu verða útbúnir léttir og ljúfir sumarréttir með áherslu á litríkan mat, fallega borðskreytingu og notalega stemmingu.

 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: Eitt skipti

Mini-golf

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu reglur og tækni í minigolfi undir handleiðslu kennara. Minigolf er gleðiíþrótt sem reynir á fínhreyfingar og jafnvægi. Spilað verða 18 holur sem kallast fjarsjóðsleitin. Allar brautirnar hafa sjóræningjaþema.

Lesa meira
Staður: Minigarðurinn
Tími: Eitt skipti

Náttúrubingó

Á námskeiðinu verður gengið um Laugardalinn þar sem leitað verður að ýmsum hlutum í náttúrunni og rætt saman um það sem fyrir augum ber á leiðinni.

Lesa meira
Staður: Grasagarður, Laugardal
Tími: Eitt skipti

Prjónagraff

Prjónagraff er prjónað eða heklað handverk sem ætlað er utan um hluti sem standa utandyra, oftast á fjölförnum stöðum eða við gangstíga. Handverkið verður listaverk sem fær að standa úti fyrir vegfarendur að njóta og er tilgangur verksins að fegra umhverfið.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: Tvö skipti

Skáti í einn dag

Langar þig að prófa að vera skáti í einn dag og upplifa eitthvað af því sem skátalífið hefur upp á að bjóða? Á námskeiðinu kynnast þátttakendur skátahreyfingunni og fá tækifæri til að spreyta sig á ýmsum verkefnum sem tengjast útivist og þrautum. 

Lesa meira
Staður: Skátafélagið Vogabúar, Grafarvogi
Tími: Eitt skipti

Sumarjóga

Í sumarjóga förum við í mjúkar jógaæfingar, gerum öndunaræfingar, fáum góða slökun og hugleiðum.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: Eitt skipti

Sumarlegir blómapottar og falleg sumarblóm

Á þessu námskeiði málum við og skreytum blómapotta og setjum í þá falleg sumarblóm.  Tilvalið fyrir garðinn, pallinn, svalirnar eða sem gjöf.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: Tvö skipti

Sungið undir bláhimni

Á námskeiðinu verður gítarinn dreginn fram og sungin skemmtileg lög undir berum himni. Þetta er námskeið fyrir þá sem vilja rifja upp lögin fyrir útileguna, ættarmótið, þjóðhátíðina eða bara komast í gott sumarskap. 

Lesa meira
Staður: Ásgarður, Mosfellsbær
Tími: Eitt skipti

Taylor Swift

Langar þig að læra meira um Taylor Swift stærstu tónlistarkonu í heiminum.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: Eitt skipti

Ukulele

Vissir þú að litlu sætu gítararnir heita Ukulele og urðu þekktir á Hawaii á 19.öld?

Boðið verður uppá kennslu í Ukulele, hægt verður að læra lög með einum, tveimur eða þremur hljómum. Næg hljóðfæri verða á staðnum fyrir þá sem ekki eiga Ukulele en þeir sem eiga koma með sitt hljóðfæri.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: Eitt skipti

Út og inn með snjalltækið

Langar þig að læra að sýna og segja öðrum frá því á samfélagsmiðlum sem þú upplifir í sumar? Á námskeiðinu fara þátttakendur fyrst út að safna myndefni í snjalltæki og síðan inn að vinna skapandi efni í formi mynda eða stuttra myndskeiða sem hægt er að birta á samfélagsmiðlum svo sem Instagram, Facebook eða Youtube.

Lesa meira
Staður: Borgarbókasafnið Úlfarsárdal
Tími: Eitt skipti

Vatnslitamálun-sumarið

Við málum vatnslitamyndir af laufguðum trjágreinum og plöntum og erum vakandi fyrir breytingum í náttúrunni.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: Eitt skipti

Vatnslitir - sumarið

Á þessu námskeiði fylgjumst við með því hvernig umhverfið breytist og sumarið tekur á sig mynd. Við málum vatnslitamyndir af laufguðum trjágreinum og plöntum og erum vakandi fyrir breytingum náttúrunnar.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: Tvö skipti

Viltu læra að spila Kubb

Viltu spila vinsæla útispilið Kubb? Leikið er í tveimur liðum sem keppast að fella kubba og loks kónginn með kastkeflum. Frábær skemmtun utandyra. 

Lesa meira
Staður: Laugardalur
Tími: Eitt skipti

Vor- og náttúruupplifun í Grasagarðinum

Að upplifa vorið, veðrið og náttúruna í gróðri og jarðvegi. Á leið um Grasagarðinn skoðum við og fræðumst um það sem fyrir augu ber. Til dæmis steinahæðina, ýmsan gróður, trjáplöntur og blóm. 

Lesa meira
Staður: Grasagarðurinn í Laugardal
Tími: Eitt skipti

Þurrkaður blómvöndur

Nú eru þurrkuð blóm komin aftur í tísku. Á þessu námskeiði lærum við að útbúa fallegan blómvönd úr þurrkuðum blómum. 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: Eitt skipti