Um Fjölmennt

Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð var stofnuð árið 2002. Menntamálaráðuneyti gerði þjónustusamning við Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands um rekstur símenntunarstöðvar fyrir fatlað fólk. Starfseminni var skipuð fimm manna stjórn og tilnefna hvort félag tvo fulltrúa og Menntavísindasvið Háskóla Íslands einn fulltrúa. Fyrir tíma Fjölmenntar rak Menntamálaráðuneytið Fullorðinsfræðslu fatlaðra og tók Fjölmennt við þeirri starfsemi.

Fjölmennt er sjálfseignarstofnun og heyrir undir lög nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu. Þau lög tóku gildi 1. október 2010. Gerð var skipulagsskrá fyrir starfsemina sem sjá má hér á heimasíðunni.

Fjölmennt fær fjárframlag frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti sem ákveðið er í fjárlögum hvers árs og fyrir það fé er starfsemin rekin. 

Samkvæmt þjónustusamningi er hlutverk Fjölmenntar þríþætt:

  • Veita fötluðu fólki ráðgjöf við að velja og nýta sér nám bæði hjá Fjölmennt og öðrum símenntunaraðilum.
  • Halda námskeið fyrir þá sem ekki geta nýtt sér námstilboð annarra símenntunaraðila eða ef framboð á námskeiðum er ekki fyrir hendi.
  • Starfa með öðrum símenntunaraðilum. Veita ráðgjöf um skipulagningu og framkvæmd náms fyrir fatlað fólk, bæði nám sem er sérstaklega sniðið að þörfum þess og almennt nám sem það gæti stundað með öðrum.

Starfsemi Fjölmenntar skiptist í tvær deildir, símenntunardeild og ráðgjafardeild. Símenntunardeild sér um námskeiðshald og ráðgjafadeild Fjölmenntar býður uppá ráðgjöf til einstaklinga, umboðsmanna þeirra og fræðslustofnana vegna náms fyrir fatlað fólk.

Fjölmennt starfar á landsvísu og gerir samninga við allar símenntunarstöðvar á landsbyggðinni um námskeiðahald fyrir markhóp Fjölmenntar á viðkomandi svæði.

 

Til baka