Um ráðgjöf

Öll ráðgjöf miðast við að þátttakendur í námi séu orðnir 20 ára eða eldri.

Ráðgjöf til fatlaðs fólks

Ráðgjöf til þeirra sem eru í námi og þeirra sem langar að sækja um nám.

Ráðgjöf til þeirra sem eru í námi og þeirra sem langar að sækja um nám.

Ráðgjafar geta aðstoðað þig við að:

 • velja nám - hvað langar þig að læra? - hvaða áhugamál hefur þú?
 • sækja um nám hjá Fjölmennt
 • sækja um nám hjá öðrum sem eru með nám fyrir fullorðið fólk
 • finna út hvernig aðstoð þú þarft við námið og hvað hjálpar þér að líða vel í kennslustundum
 • nota heima það sem þú lærir í námi

Þú átt rétt á að fá góðan undirbúning fyrir námið, fá að vita hvar það er, hver verður kennarinn þinn og hvað verður gert. Þú getur fengið upplýsingar skrifaðar á blað og með myndum ef þér finnst það betra og fengið sent heim til þín. Þú getur líka komið í heimsókn áður en námið hefst.

Þú átt rétt á því að vera öruggur í náminu. Þú átt rétt á að hafa gott skipulag svo að það sé skýrt hvað á að gera og hvernig, hve lengi þú ert í kennslustundum og hvað þú ert svo að fara að gera. Þú átt rétt á því að líða vel í kennslustundum.

Ef þú átt erfitt með að tala fyrir þig sjálfur getur kennari eða ráðgjafi þurft að tala við aðstoðarfólk þitt eða talsmann til að fá að vita hvað þér finnst þægilegt. Þá er hægt að undirbúa námið betur svo það verði auðveldara fyrir þig að taka þátt.

Ef þú þarft aðstoð við að nota heima það sem þú lærir í námi geta ráðgjafar leiðbeint þér og aðstoðarfólki þínu.

Ráðgjöf til símenntunarstofnana og annarra fræðsluaðila

Ráðgjöf til fræðsluaðila sem bjóða eða hafa hug á að bjóða framhaldsfræðslu fyrir fatlað fólk.

 

Ráðgjöf til fræðsluaðila sem bjóða eða hafa hug á að bjóða framhaldsfræðslu fyrir fatlað fólk.

Ráðgjafar geta boðið

 • verkefnastjórum og leiðbeinendum aðstoð við þróun, skipulagningu og framkvæmd náms fyrir fólk með flóknar námsþarfir
 • aðstoð við að aðlaga nám, bæði nám sem er sérstaklega sniðið að þörfum fatlaðs fólks og almennt nám sem það gæti stundað með ófötluðu fólki.
 • verkefnastjórum aðstoð við kynningu á möguleikum til símenntunar og könnun á áhuga eða óskum um símenntun fatlaðs fólks
 • aðstoð við að byggja upp tengsl við aðra þjónustuaðila s.s. í félagsþjónustu, búsetu og á vinnustöðum
 • fræðslu um námsfyrirkomulag og þjónustu Fjölmenntar fyrir verkefnastjóra og leiðbeinendur annarra fræðsluaðila

Ráðgjöf til kennara eða leiðbeinenda

Ráðgjöf til kennara eða leiðbeinenda í Fjölmennt sem og hjá öðrum fræðsluaðilum sem bjóða framhaldsfræðslu fyrir fatlað fólk.

Ráðgjöf til kennara eða leiðbeinenda í Fjölmennt sem og hjá öðrum fræðsluaðilum sem bjóða framhaldsfræðslu fyrir fatlað fólk.

Ráðgjafar geta aðstoðað við að

 • gera námið þægilegt og áhugavert fyrir þátttakendur til að auðvelda þeim að taka virkan þátt í náminu
 • undirbúa þátttakanda fyrir námið t.d. með því að taka þátt í fundum með þátttanda, tenglum og aðstandendum og leiðbeina um gerð upplýsingablaðs og annarra gagna
 • taka á móti þátttakanda á námsstað 
 • skipuleggja kennsluumhverfi og -fyrirkomulag t.d. með því að leiðbeina um gerð sjónrænna gagna
 • leita lausna við flóknum áskorunum í kennslu

Ráðgjöf til aðstoðarfólks, tengla og annarra talsmanna

Ráðgjöf til aðstoðarfólks, tengla og annarra talsmanna þátttakenda á heimilum og vinnustöðum þeirra.

Ráðgjöf til aðstoðarfólks, tengla og annarra talsmanna þátttakenda á heimilum og vinnustöðum þeirra.

Ráðgjafar geta aðstoðað við að

 • finna leiðir til þess að þátttakandi geti nýtt sér námið heima eða í vinnu t.d. ákveðna færni, þekkingu eða ný áhugamál
 • nýta upplýsinga- og kennslugögn frá kennara t.d. upplýsingablað um námið og sjónræn gögn

Ráðgjafar geta komið inn á starfsmannafundi eða minni fundi á heimili eða vinnustað þátttakanda með fræðslu sem hjálpað getur við yfirfærslu námsins á daglegt líf.

Fræðsla í boði

Hér er yfirlit yfir fræðslu sem ráðgjafar geta boðið og hjálpað getur við yfirfærslu námsins á daglegt líf.

Hér er yfirlit yfir fræðslu sem ráðgjafar geta boðið og hjálpað getur við yfirfærslu námsins á daglegt líf

 • Áskoranir fólks á einhverfurófi og hagnýtar leiðir í námi svo sem fræðsla um skynjun og sjónrænt skipulag
 • Fjölbreyttar tjáskiptaleiðir og tjáskiptatækni
 • Notkun snjalltækja eða rofa til virkari þátttöku
 • Hlutverk aðstoðarfólks í námi fólks með þroskahömlun og/eða á einhverfurófi
 • Aðstoð við hljóðfæraleik