Sjónvarpsþættirnir Með okkar augum

Árið 2010 var að frumkvæði Landssamtakanna Þroskahjálpar haldið námskeið hjá Fjölmennt í þáttagerð fyrir sjónvarp. Í kjölfarið samdi Þroskahjálp við Ríkissjónvarpið um að taka til sýninga þáttaraðir á hverju sumri og fengu þeir nafnið Með okkar augum. Fjölmennt styrkti gerð þáttanna með því að greiða laun aðstoðarmanns. Þeim stuðningi var hætt árið 2016 enda álitið eðlilegt að fjármögnum þáttanna næði yfir allan launakostnað.

Til baka