Óhefðbundin tjáskipti og tjáskipta tækni

Fræðsluefni fyrir verkefnastjóra og leiðbeinendur í framhaldsfræðslu fyrir fólk með takmarkað talmál

Tjáskipti þýða mun meira en það að tjá sig í mæltu máli.

Tjáskipti snúast ekki bara um upplýsingar eða fyrirmæli, heldur einnig – og jafnvel meira – um tilfinningar, líðan, vilja og óskir og ekki síst upplifun af nánd og tengingu við aðra manneskju.

Við getum notað ótal aðferðir við að gefa öðru fólki til kynna líðan okkar, tilfinningar, fyrirætlanir, óskir og hugsanir. Við notum orð, en líka ýmis konar önnur tákn eða merki, látbragð, svipbrigði og hljóð. Þegar fötluð manneskja hefur ekki vald á hefðbundnu máli, tölum við um þessa þætti sem óhefðbundin tjáskipti.

Tjáskipti snúast um að skapa merkingu í veröldina, upplýsingar um hana og viðhorf eða skoðanir á henni, og þau þróast þegar sjónarmið okkar mæta sjónarmiðum annarra.

Það að skiptast á tilfinningum, fá staðfestingu á að annar upplifi tilfinningar mínar, óskir og vilja eða upplifa að fá þátttöku annars í eigin líðan eru oft mikilvægustu tjáskiptin fyrir þann sem býr við tjáskiptahömlun.

  • Hvað skapar svo merkingu í veröldina og um hana?
  • Hvernig vitum við hvað skiptir máli fyrir einstaklinginn – Hvernig segir hann það?
  • Hvernig komum við því á framfæri við einstaklinginn? – Hvernig segjum við það?

Tjáskiptatækni er hér notað um hverja þá leið sem notuð er til óhefðbundinna tjáskipta. Aðferðir í samtali, hlutir, pappírsgögn og talvélar eða tölvur og snjalltæki vísa til tjáskiptatækni.

Hér er safnað fræðsluefni um óhefðbundin tjáskipti og tjáskiptatækni með fólki með tjáskiptahömlun.

 

Samtalsbók um sorg

Til baka