Stjórn og rekstur
Fjölmennt er sjálfseignarstofnun með þjónustusamning við mennta- og menningarmálaráðuneyti sem var undirritaður 4. desember 2015. Samningurinn gildir til loka árs 2017.
Fjölmennt vinnur eftir skipulagsskrá sem upphaflega var gerð var árið 2002 en endurskoðuð í tengslum við gerð nýs þjónustusamnings árið 2010.
Nýr þjónustusamningur og skipulagsskrá tóku gildi 01.01.2011. Fjölmennt fær sitt rekstrarfé á fjárlögum ár hvert. Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti er fagráðuneyti Fjölmenntar og þangað skilar Fjölmennt skýrslum og greinargerðum um starfsemina ár hvert samkvæmt þjónustusamningi.
Fjölmennt heldur ársfund í maí ár hvert og á honum er gerð grein fyrir starfi Fjölmenntar og kynntir endurskoðaðir ársreikningar. Þar skal einnig tilnefning löggilts endurskoðanda, stjórnarmanna og varamanna í stjórn fara fram. Auk stjórnarmanna eiga rétt til setu á ársfundi með málfrelsi og tillögurétt þrír fulltrúar frá Landssamtökum Þroskahjálpar og þrír fulltrúar frá Öryrkjabandalagi Íslands.
Stjórn Fjölmenntar er skipuð eftirfarandi aðilum:
- Gerður Aagot Árnadóttir stjórnarformaður, tilnefnd af Landssamtökunum Þroskahjálp árið 2013.
- Hróbjartur Árnason, tilnefndur af Háskóla Íslands - menntavísindasviði, frá árinu 2019.
- Hrönn Stefánsdóttir, tilnefnd af ÖBÍ réttindasamtökum frá árinu 2024
- Bjargey Una Hinriksdóttir, tilnefnd af ÖBÍ réttindasamtökum frá árinu 2019
- Sveinbjörn Benedikt Eggertsson, tilnefndur af Landssamtökunum Þroskahjálp árið 2022.
Varamenn í stjórn Fjölmenntar:
- Haukur Hákon Loftsson tilnefndum Landsamtökunum Þroskahjálp árið 2024
- Guðrún Barbara Tryggvadóttir tilnefnd af ÖBÍ réttindasamtökum árið 2019.
- Sunna Elvira Þorkelsdóttir tilnefnd af ÖBÍ réttindasamtökum árið 2024
- Sigmundur Stefánsson tilnefndur af Landssamtökunum Þroskahjálp árið 2013.
Forstöðumaður Fjölmenntar:
Helga Gísladóttir
helgag@fjolmennt.is
Sími: 530 1300