Diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun í Háskóla Íslands

Haustið 2007 hófst starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Forstöðumaður Fjölmenntar var í stýrihóp námsins fyrstu árin. Frá upphafi greiddi Fjölmennt laun umsjónarmanns námsins og var hann á launaskrá Fjölmenntar fyrstu 6 árin. Árið 2013 og 2014 styrkti Fjölmennt námið sem svaraði hálfu stöðugildi umsjónarmanns. Frá hausti 2015 hefur HÍ fjármagnað námið að fullu eins og annað nám við stofnunina.

Það er mat stjórnar Fjölmenntar að með diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun hafi verið brotið blað í menntun þessa hóps og að með því sé raungerð sú stefna að allir skuli eiga þess kost að njóta menntunar í skóla án aðgreiningar á öllum skólastigum eins og kveðið er á um í alþjóðlegum mannréttindasamningum.

Til baka